Orðspor 3 - vinnubók

48 Brostu! 2 Það er fátt fallegra en einlægt bros! Og fátt betra en að ná einlægu brosi á mynd. Kannt þú að brosa fyrir myndavélina? Hér eru einfaldar leiðbeiningar um hvernig hægt er að ná fáránlega flottum brosmyndum. Lestu, æfðu þig og taktu mynd! 1. Taktu brosandi sjálfsmynd sem notuð verður til samanburðar síðar í æfingunni. 2. Dragðu nú djúpt andann þrisvar sinnum. Ef þú heldur niðri í þér andanum myndast þrýstingur á þindina og brosið verður stíft og þvingað. Liðkaðu andlitsvöðvana með því að setja stút á varirnar og brosa breitt til skiptis, nokkrum sinnum. 3. Hugsaðu um eitthvað sem vekur með þér gleði. Það að hugsa gleðiríkar hugsanir gefur andliti þínu léttara yfirbragð. Hvað kætir þig og gleður? ____________________________________________________________ 4. Slakaðu á vöðvum í andlitinu, hálsinum og öxlum og róaðu hugann. Stress og óöryggi sést fljótt á svip þínum. 5. Veldu afslappaða stellingu og vertu eðlilegur. Gott er þó að hafa bakið beint og huga að góðri líkamsstöðu. Prófaðu nokkrar stellingar. Hvernig líður þér best? ____________________________________________________________ 6. Treystu því að ljósmyndarinn geri sitt besta til að ná góðri mynd. Ef þú ert sjálf/sjálfur ljósmyndarinn láttu þá tæknina hjálpa þér. Horfðu í linsuna en ekki beint á skjáinn. 7. Hlæðu innilega. Einlægustu brosin fylgja oft hlátri. Hlátur fær augun einnig til að tindra. 8. Ef þú finnur ennþá fyrir stressi eða óöryggi, hreyfðu þig. Dansaðu um, hoppaðu á staðnum eða snúðu þér í hringi. Hreyfing hjálpar okkur til að slaka á.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=