Orðspor 3 - vinnubók

47 4. KAFLI a. Finndu Heathrow flugvöll á kortinu. Hann er í útjaðri borgarinnar. Þú ert stödd/staddur á Terminal 2. Gerðu hring utan um staðsetninguna. b. Þig rámar í að Embankment stöðin sé við grænu línuna. Finndu stöðina á kortinu og gerðu hring. c. Græna línan gengur ekki frá flugvellinum sem þýðir að þú þarft að skipta um lest. Finndu stystu leið frá flugvelli að Embankment. Þú getur skipt um lest á þeim stöðvum þar sem línurnar mætast með hring. Hvar ætlar þú að skipta um lest? ________________________________________ Hvað ferðu fram hjá mörgum stöðvum áður en þú þarft að skipta? ___________________________________________________________________ d. Nú ert þú kominn á grænu línuna. Hvað ferðu fram hjá mörgum stöðvum þar til þú ferð út á Embankment? ___________________________________________________________________ Þú finnur hótelið og foreldra þína, sem afturkalla lögreglu- leitina sem sett var í gang þegar hvarf þitt uppgötvaðist. Eftir að hafa komið þér fyrir á hótelherberginu ákveður þú að skreppa í skoðunarferð. Með kortið í höndum finnast þér allir vegir færir. e. Þú tekur lestina á Embankment stöðinni. Ferðinni er heitir á slóðir Harry Potter, á Kings Cross lestarstöðina. Hvernig er best að komast þangað? Fylltu inn í eyðurnar. Ég tek _____________________ línuna að _____________________ stöðinni. Þar skipti ég um lest og tek _____________________ línuna yfir á Kings Cross. f. Nöfn brautarstöðvanna, Notting hill, Paddington, Baker street og Bond street hafa allar vísun í ákveðnar kvikmyndir sem hafa verið gerðar. Finndu stöðvarnar á kortinu og gerðu hring um þær. Kannaðu hvernig best væri að fara með fjölskylduna í skemmtiferð á slóðir þessara mynda. Hvaða kvikmyndir og persónur tengjast þessum stöðum? Notaðu netið og grúskaðu. Berið saman niðurstöður ykkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=