Orðspor 3 - vinnubók

43 3. KAFLI Lifi byltingin! Franska byltingin er einn af mikilverðustu atburðum í sögu Vesturlanda. Hún átti langan aðdraganda en þegar talað er um frönsku byltinguna er yfirleitt átt við röð atburða sem hófust einn heitan júlídag árið 1789. Þá réðust bændur og almennir borgarar á Bastilluna, sem var alræmt fangelsi og vopnabúr hersins. Konur og menn börðust hlið við hlið gegn varðmönnum konungs. Innrásin í Bastilluna gekk vel, almenningur vopnaðist og var í sterkari stöðu gegn hervaldi konungs. Innrásar- dagurinn, 14. júlí, er í dag kallaður Bastilludagur og er hann þjóð- hátíðardagur Frakka. Af hverju voru almennir borgarar svona reiðir? Það var mikil stéttaskipting í Frakklandi fyrir byltinguna. Aðallinn skipaði yfirstéttina, klerkar millistéttina og almúginn var í neðsta þrepi. Þetta þýddi að lítill hópur landsmanna (aðallinn og klerkar) réð yfir stórum hluta fjármuna á meðan meginþorri landsmanna (bændur og borgarbúar) lapti dauðann úr skel. Almúginn þurfti að greiða skatta til aðalsins og kirkjunnar. Vegna uppskerubrests hækkaði verð á mat- vælum og almennir borgarar voru hungraðir og reiðir yfir óréttlætinu. Því er haldið fram að Skaftáreldar hér á Íslandi hafi átt sinn þátt í frönsku byltingunni. Eldarnir orsökuðu veðurfarslegar hörmungar sem höfðu áhrif á uppskeru hér á landi og alla leið yfir á meginland Evrópu. Almúginn var ósáttur við að kóngurinn hafði öll völdin í landinu. Bændur og almennir borgarar réðu ekki neinu. Frakkland var skuldum vafið því konungurinn bruðlaði með fjármagn, sem almúginn hafði m.a. greitt í skatta. Peningarnir höfðu t.d. farið í stríðsrekstur, hallir, klæðnað fyrir aðalinn sem og dýrar veislur. Eftir innrásina í Bastilluna hélt almúginn áfram að berjast gegn valdi konungsins. Í ágúst voru kjörorð byltingarinnar, jafnrétti, frelsi og bræðra- lag á allra vörum. Árið 1793 reyndi konungurinn að flýja ásamt drottn- ingu sinni, Maríu Antoinette. Það tókst ekki og voru þau bæði tekin af lífi . Í kjölfarið komst á lýðræði í landinu. Sumir líta á frönsku byltinguna sem sýniskennslu í því að almúginn á ekki að láta yfirstéttir kúga sig og að meirihluti getur náð völdum af einræðis- herrum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=