Orðspor 3 - vinnubók

34 Tutankhamun 11 Að öllum líkindum fæddist Tutankhamun í Akhetaten, höfuðborg Egyptalands árið 1346 f.Kr. Einungis níu ára að aldri var hann gerður að faraó og ríkti yfir þegnum sínum til átján ára aldurs. Grafhýsi hans fannst árið 1922, um það bil 3000 árum eftir dauða hans. Fundurinn vakti heimsathygli og saga konungsins unga varð þekkt um allan heim. Einkum var það vegna þess að í gröf hans fannst gífurlegt magn dýrgripa og ómetanlegra muna. Myndir af vel varðveittri múmíunni bárust eins og eldur í sinu um allan heim. Mörgum leist ekki á blikuna því það er þekkt þjóðsaga að álög fylgi því að raska grafarró múmía. Vitað er að Tutankhamun lést skyndilega aðeins átján ára að aldri og var grafinn í nokkrum flýti. Faraóar Egyptalands létu yfirleitt byggja sér glæst grafhýsi. Sú bygging tók yfirleitt mörg ár og jafnvel áratugi. Tutankhamun var svo ungur að grafhýsi hans var ekki nærri því tilbúið. Grafhýsi unga konungsins er því ekki eins glæsileg vistarvera og margra annarra konunga frá þessum tíma. Hins vegar er ljóst að ekkert var til sparað við að fylla það nytjahlutum og dýrgripum sem áttu að nýtast konunginum í framhaldslífinu. En hvers vegna lést Tutankhamun? Mörgum kenningum hefur verið kastað fram í gegnum árin er eiga að varpa ljósi á leyndardóminn um skyndilegan dauðdaga unga mannsins. Árið 1968 var múmía Tutankhamuns röntgenmynduð. Þá kom í ljós að höfuðkúpan var brotin og kveikti það hugmyndir um að ef til vill hefði hann verið myrtur. Önnur og yngri kenning er sú að konungurinn hafi fótbrotnað og að það hafi leitt til dauða hans. 12 Strikaðu undir fimm lykilorð í textanum og skrifaðu þau á línurnar. ________________________________________________________________ ________________________________________________________________ ________________________________________________________________ ________________________________________________________________ ________________________________________________________________ Gríma Tutankhamuns. Gríman huldi efri hluta múmíunnar. Lykilorð eru orð úr textanum sem skipta miklu máli. Nokkurs konar aðalatriði sem mikilvægt er að muna. Lykilorð geta t.d. verið nöfn eða heiti, ártöl, atburðir eða hugtök.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=