Orðspor 3 - vinnubók

27 2. KAFLI 8 Hver er …? Hér sérðu myndir af þekktum skáldsagnahöfundum. Þetta eru þau David Walliams Sif Sigmarsdóttir, Kim M. Kimselius og Jeff Kinney. Nú færð þú tækifæri til að kynnast þeim nánar. Veldu þér einn höfund, aflaðu upplýsinga um hann og settu saman kynningu fyrir bekkjarfélaga þína. Notaðu eftirfarandi punkta til að vinna eftir. Nafn og þjóðerni. Aldur höfundar, menntun og fyrri störf. Önnur áhugaverð atriði er varða höfundinn sem gaman er að vita. Hvaða bækur hefur höfundurinn skrifað? Hvernig bækur eru það? Hvaða bók/bækur hafa notið mestra vinsælda? Hvað var til þess að hann byrjaði að skrifa bækur? Kynntu þér verk höfundarins. Finndu bækurnar á bókasafni, lestu káputexta og jafnvel heila bók. Veldu 1–2 bækur til að kynna nánar fyrir bekkjarfélögum þínum ásamt höfundinum. Þú getur t.d. nýtt þér ritvinnslu eða glæruforrit, eða gert stutt myndband.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=