Orðspor 3 - vinnubók

17 1. KAFLI Tungubrjótar Hér koma góðir tungubrjótar til að hita sig upp í framsögn. Gott er að byrja á því að geifla sig og gretta, losa alla vöðva í andlitinu. Stinga tungunni út og puðra vel. Setja stút á varir og brosa svo breitt…endurtaka eftir þörfum. Þegar munnurinn og andlitið allt hefur liðkast þá ertu tilbúinn að ráðast á tungubrjótana. 15 Endurtaktu eins oft og þú getur án þess að ruglast: Grillið glamraði, grillið glamraði. Syðri garðurinn er síðri en sá nyrðri. Frank Zappa í svampfrakka. Barbara Ara bar Ara araba bara rabbarbara. Hnoðri í norðri verður að veðri þótt síðar verði. Teitur á Tjörnesi tyrfir með túnþökum traðirnar í túnfætinum sem trippin og tröllsliguðu trússhestarnir tróðu og tröðkuðu. 16 Hugsaðu orð sem þér finnst erfitt að bera fram. Raðaðu þeim saman og búðu til tvo tungubrjóta sem þú getur síðan leyft vinum og fjölskyldu að spreyta sig á. Skrifaðu þá niður hér:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=