Orðspor 3 - vinnubók

11 1. KAFLI Eignarfornöfn Eignarfornöfn segja okkur hver er eigandi þess sem rætt er um. Dæmi: Hann kom með hlaupabrettið mitt . Mitt gefur til kynna að ég eigi hlaupabrettið og því er mitt eignarfornafn. Eignarfornöfnin eru: minn – þinn – sinn – vor Persónufornöfn í eignarfalli: hans – hennar – þess – okkar – ykkar - yðar eru einnig notuð sem eignarfornöfn 6 Strikaðu undir eignarfornöfnin í textanum. Þau eru átta talsins. Slepptu símanum mínum. Ég þarf að hringja í vin minn og biðja hann um að lána mér skíðin sín. Fer bekkurinn þinn ekki á skíði í vetur? Voruð þið ekki búin að sækja skíðaskóna ykkar? Ég get ekki deilt skála með einum bekkjarbróður mínum því hann hrýtur svo hátt. Getum við ekki verið í okkar eigin skála? Ekki vera svona harður í garð vinar þíns. Ég fann _____ eignarfornöfn. 7 Skrifaðu texta sem inniheldur a.m.k. 6 eignarfornöfn. __________________________________________________________________ __________________________________________________________________ __________________________________________________________________ __________________________________________________________________ __________________________________________________________________

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=