Orðspor 3 - vinnubók
9 1. KAFLI Fornöfn Fornöfn er einn orðflokkur innan fallorða. Fornöfn skiptast síðan í nokkra undirflokka. Flókið? Skoðum aðeins þessa skýringarmynd FALLORÐ Orðflokkar sem teljast til fallorða eiga það sameiginlegt að við getum fallbeygt orðin í nefnifalli, þolfalli, þágufalli og eignarfalli Nafnorð Lýsingarorð Fornöfn Töluorð Greinir Fornöfnin skiptast niður í sex undirflokka. Þeir heita: Persónufornöfn, eignarfornöfn, spurnarfornöfn, ábendingarfornöfn, afturbeygð fornöfn og óákveðin fornöfn. Í þessari bók ætlum við að kynna okkur betur undirflokkana: Persónufornöfn og eignarfornöfn Persónufornöfn Persónufornöfn eru notuð í stað nafnorða til að forðast endurtekningar. Í stað þess að segja: Kisan getur stokkið hátt. Kisan stökk í gær upp á ruslatunnugeymsluna sem er þriggja metra há. Kisunni finnst gott að fá vatn að drekka þegar kisan er þyrst en nágranninn er alltaf að gefa kisunni rjóma. Er liprara að segja: Kisan getur stokkið hátt. Hún stökk í gær upp á ruslatunnugeymsluna sem er þriggja metra há. Henni finnst gott að fá vatn að drekka þegar hún er þyrst en nágranninn er alltaf að gefa henni rjóma.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=