Orðspor 3 - vinnubók

Talaðu! Hlustaðu! Lestu! ORÐ SPOR Íslenska fyrir miðstig grunnskóla Vinnubók Ágæti nemandi Allt er þegar þrennt er. Ný bók í flokknum Orðspor, bara fyrir þig! Áfram er unnið með framsögn, lestur og læsi. Að auki bætist jafnt og þétt við kunnáttu þína í málfræði. Ef þú leggur þig fram um að lesa, skilja, þjálfa og ræða um það sem stendur í bókinni munt þú njóta þess um aldur og ævi. Þú ferð í framsagnarskóla Grínhildar, lærir ljóðaslamm, kynnist fornleifa- fræði, lest um læsi, rifjar upp ævintýri og fræðist um málsnið. Þú grúskar í mismunandi textagerðum og eflist í lestri og ritun. Þú þjálfast í að taka rökstudda afstöðu, rökræðir við bekkjarfélagana og saman komist þið að málamiðlunum. Megi máttur tungumálsins ávallt vera með þér! Orðspor er heildstætt námsefni í íslensku fyrir miðstig. Höfundar eru Ása Marin Hafsteinsdóttir og Kristjana Friðbjörnsdóttir, báðar með langa reynslu af kennslu í grunnskólum. Þar að auki eru þær rithöfundar og hafa skrifað fyrir börn og fullorðna, ljóð og skáldsögur. 3 40110

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=