Orðspor 3 - vinnubók
8 Finndu lausnina! Hvað kemur upp í huga þinn þegar þú sérð reikningsdæmið: Nafnorð + Sagnorð = 25 Skoðum þetta aðeins. Þegar þú lest yfir texta byrjar þú að strika undir öll nafnorð sem þú finnur og draga hringi utan um sagnorð. Síðan telur þú strikin og hringina og í heildina eru þau 25. Reikningsdæmið er sem sagt að finna út hversu mörg nafnorð þú finnur og hversu mörg sagnorð. Eina sem þú veist fyrir víst er að samtals eru þau 25. Prófaðu. 2 Strikaðu undir nafnorðin og dragðu hring utan um sagnorðin. Strútar tilheyra flokki fugla. Karlstrútar eru hvítir og gráir en kvendýrið brúnleitt. Strútar geta ekki flogið, sem þýðir að þeir eru ófleygir. Þeir hlaupa ótrúlega hratt. Strútar lifa í litlum hópum. Þegar kvendýrin verpa eggjum setja dýrin þau öll í sama hreiður og það hjálpast allir að við að liggja á eggjunum. Nafnorðin eru ______ og sagnorðin eru ______ , þannig að reikningsdæmið er: ______ + ______ = 25 Spreyttu þig á þyngra dæmi! Nafnorð + Sagnorð + Lýsingarorð = 32 3 Strikaðu með einum lit undir nafnorð. Notaðu annan lit og strikaðu undir sagnorð. Notaðu þriðja litinn og strikaðu undir lýsingarorð. Leðurblökur eru skrýtin dýr. Fleygar rottur segja sumir en ég er viss um að Leðurblökumanninum þætti sú samlíking léleg. Kvendýr sem halda sig saman í hóp gjóta ungum sínum samtímis. Allir sætu ungarnir eiga því afmæli á sama degi. Leðurblökur lifa lengur en önnur spendýr af sömu stærð, smáblökur verða í kringum 15–20 ára gamlar. Nafnorðin eru _____, sagnorðin eru _____ og lýsingarorðin eru ____. Reikningsdæmið er því: _____ + ____ + _____ = 32
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=