Orðspor 3

ORÐSPOR 3 96 Textabrotin á bls. 94–95 tilheyra eftirfarandi verkum. • Ásgeir Trausti – lagatexti af plötunni Dýrð í dauðaþögn. • Brot úr skáldsögunni Mamma klikk eftir Gunnar Helgason. • Svar af Vísindavefnum. • Skilaboð sem annar höfunda bókarinnar sendi hinum í tölvupósti. • Brot út bókinni Leitin að tilgangi unglingsins. Ræðið og parið saman texta og verk og berið saman niðurstöðurnar. Jæja, gekk þetta ekki bara vel hjá ykkur? Hvaða texta var erfiðast að greina? Var einhver texti sem ruglaði ykkur í ríminu? Vel gert börnin góð. Nú ættuð þið að grípa vinnubókina, finna bls. 80 og æfa ykkur í að skrifa með ólíku málsniði. Hvað kemur upp í hugann þegar þið heyrið orðið málfræði? Nefnið allt sem ykkur dettur í hug! Bara tala ekki skrifa!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=