Orðspor 3

ORÐSPOR 3 94 1 Hvað merkir orðið Evrópa? Evrópa er grískt orð sem merkir breið ásjóna eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands. Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trúarbrögðum Pelasga, það er þeirra sem byggðu Grikkland á undan Akkeum, og ýmsar vísbendingar eru til sem tengja þessa gyðju við helgidýrkun í Dodona. Þar var einnig til karlkyns goðið Euryope sem rann að lokum saman við Seif. Í elstu heimildum merkir hugtakið meginland Grikklands gagnstætt eyjunum á Eyjahafi. 2 A En, Óli. Heitir aðalsöguhetjan bara Stefán? Ekkert krúttlegt millinafn eins og Snær eða Andri? Ó Nei. A En hver er Stefán? Ó Hann er unglingur. A Já, ég veit, en hver er tilgangur Stefáns? Ó Tilgangur? Rólegur, Arnór! Þú getur allt eins spurt: Hver er tilgangur lífsins? A Góð spurning: Hver er tilgangur lífsins? Ó Sumir segja að tilgangur lífsins sé að fjölga sér. En ég held að það gildi ekki um unglinga því unglingar eru mjög lítið í því að fjölga sér. Ert þú að fjölga þér? Ég er að minnsta kosti MJÖG langt því frá að fjölga mér. Þannig að tilgangur unglinga er einhver annar en að fjölga sér … A Stundum finnst mér eins og eini tilgangur unglinga sé að vakna snemma á morgnana til að fara í skólann …

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=