Orðspor 3

6. KAFLI 93 Auktu orðaforða þinn t.d. með því að gera krossgátur, lesa alls konar texta, hlusta á þætti á Rás 1 eða horfa á fréttir og aðra íslenska þætti í sjónvarpinu. Út í veður og vind Ég legg metnað minn í það að míga úti og í mannskaðanum varð ég undir vegg. Í Stangarholti kúldrast ég hjá Knúti og Kristínu sem spælir okkur egg Óóó, út í veður og vind. Óóó, vatns ég lita mynd, undan vindi. Ég migið hef í mörgu dimmu skoti og meira að segja bak við hús hjá þér. Þótt nýtískuleg salernin ég noti er nepjan betri til að hægja á sér. Óóó, út í veður og vind. Óóó, vatns ég lita mynd. Afi kenndi mér sem ungum pilti aldrei að láta deigan síga. Og þegar kuldinn kvikasilfrið fyllti hann kenndi mér í lófana að míga. Óóó, út í veður og vind. Óóó, vatns ég lita mynd. Og eftir því sem árin færast yfir, takk fyrir. Lag og texti: Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson Textarýni • Lesið báða textana. Hvers konar texta er um að ræða? • Hvað er líkt með þeim? Hvað er ólíkt? • Finnið samheiti í textunum. • Höfundar lýsa svipaðri reynslu en gera það á ólíkan hátt. Finnið dæmi. • Hvor textinn notar fjölbreyttari orðaforða að ykkar mati? Finnið dæmi. • Annar textinn telur helmingi fleiri orð en hinn. Segir orðafjöldi endilega til um gæði texta? • Eru orð eða orðasambönd í textunum sem þið ekki skiljið?  Giskið á merkingu þeirra og flettið svo upp í orðabók. • Hvor textinn fannst ykkur:  skemmtilegri?  auðveldari?  flottari? Rökstyðjið skoðun ykkar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=