ORÐSPOR 3 92 Ertu orðfær? Sá sem býr yfir ríkulegum orðaforða getur leikið sér endalaust að tungumálinu. Skoðum dæmi. Eftirfarandi textar eiga margt sameiginlegt en eru þó eins ólíkir og hugsast getur. Útiklóið Geiri Egils – 8. KÁ Ég fór stundum í heimsókn í sveitina þegar ég var lítill. Þar bjó hún Kristín, frænka mín með manninum sínum sem hét Knútur og afa gamla. Þau voru alveg frábær og þar var geðveikt gott að hanga, sérstaklega þegar Kristín bjó til egg á pönnu. Ummm, man enn hvað þau voru góð. Í sveitinni lærði ég að pissa úti. Það var þegar ég var að hjálpa Knúti með kindurnar. Þá nennti maður ekki að hlaupa á klóið. Knútur kenndi mér að fara bara á bak við fjárhúsin og pissa. Hann gerði það sjálfur sko. Sagði að það væri gott fyrir gróðurinn. Og afi gamli, hann var rosalegur. Hann sýndi mér til dæmis hvernig ætti að pissa úti þegar það væri ógeðslega kalt. Í stuttu máli á að nota hendurnar en ekki meira um það. Það er líka hrikalega mikilvægt að pissa ekki með vindinn á móti sér. Það er … ja ég mæli ekki með því. Nú pissa ég alltaf úti af og til. Hef ekki getað hætt því. Sérstaklega er það hressandi í roki og kulda. Stundum geri ég myndir eða skrifa eitthvað með … þú veist … pissinu. En hei! Ekki misskilja mig sko. Ég nota alveg klóið líka. Stundum. Rýnum í ritmál Lesið textana hér að neðan og á næstu síðu og svarið eftirfarandi spurningum: Hvers konar texti er þetta? Er málsniðið formlegt eða óformlegt? Er þetta talmál eða ritmál?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=