Orðspor 3

6. KAFLI 91 Skoðið dæmin á opnunni. Ræðið og rýnið. • Skoðið hvernig Matti breytir um stíl eftir því hverjum hann skrifar. Hvað er það sem breytist helst milli texta? • Berið saman talmál og ritmál hjá Nínu og Matta.  Hvenær er lítill munur milli stíla?  Takið þið eftir einhverju sem er einkennandi fyrir talmál eða ritmál?  Hvenær er málið formlegt og hvenær óformlegt? Kæri skólastjóri, Ég sendi þér þetta bréf í þeirri von að vekja þig og þitt starfsfólk til umhugsunar um hvaða áhrif heimanám hefur á líf mitt. Þannig er að ég hef mörg áhugamál sem ég þarf að sinna, helst á hverjum degi. Heimanám er ekki þar á meðal en það tekur hins vegar frá mér mjög mikilvægan tíma sem ekki verður endurheimtur. Ég óska hér með eftir breytingum á heimanámi mínu. Gott væri ef það yrði minnkað verulega en besta mögulega útkoma væri að það hyrfi alveg. Með von um skjót viðbrögð, kveðja, Matthías Matti bloggar: Heimanám dauðans Nú get ég ekki orða bundist lengur. Ég hreinlega verð að segja nokkur vel valin orð um heimanám. Og ég fullyrði að ég tala fyrir hönd allra unglinga á Íslandi þegar ég segi: Heimanám er að rústa félagslífi mínu! Unglingar í dag eru orðnir þrælar námsins. Sitja við lærdóm alla daga frá morgni til kvölds. Og til hvers? Mun ég nokkurn tíma fá þennan tíma til baka? Græði ég eitthvað á þessu? Nei, ég tapa. Ég missi af æfingum, dagskrá í félagsmiðstöðinni, sjoppuferðum og hangsi á körfuboltavellinum. Ég næ ekki að leggja mig á daginn og missi tölvutíma reglulega, allt út af heimanámi. Er ekki nóg komið? Ég bara spyr … vinnubók bls. 79

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=