Orðspor 3

6. KAFLI 89 Ég ætla að kynna fyrir ykkur þessa bók. Hún er … vel skrifuð, mjög spennandi og stundum pínu hénna, óhugnaleg. Ég mæli sko alveg með‘enni. Djáðu fínu bókina! Hún er svooooo spennó. Á Nína að lesa fyrir brósa? Mismunandi málsnið Eitt af því sem gott er að vita um tungumál er að það hefur ólíkar birtingarmyndir. Þá er átt við að þú getur talað eða skrifað um um sama efni á mismunandi hátt, allt eftir tilefni eða viðmælanda. Stundum er talað um málsnið á máli. Skoðum dæmi um hvernig talmál Nínu breytist eftir því við hvern hún talar. Jú, mér fannst hún rosalega góð sko. Hún var svo spennandi að ég gat sko ekki hætt að lesa. Er til framhald? Ég er að segjaðérða Magga, þetta er geggjuð bók skilluru. Brjáluð spenna og krípí karakterar. Lest‘ana! vinnubók bls. 78

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=