Orðspor 3

ORÐSPOR 3 88 Tungumálið er töfrum líkast. Nokkurs konar mannlegur ofurkraftur. Kraftur sem gerir okkur kleift að segja sögur, tjá hugsanir og skoðanir, skilja aðra, miðla þekkingu, hrósa eða benda á það sem betur má fara. En eins og með aðra góða ofurkrafta þarf að læra að fara með þá svo maður geti nýtt þá til góðra verka. En hvernig verður maður ótrúlega góður í tungumálinu? Hvernig þjálfar maður ofurkraftinn svo hann nýtist manni vel á lífsleiðinni? Svarið er í raun einfalt. Æfðu þig! Lestu! Lærðu ný orð! Hlustaðu! Talaðu! Skrifaðu! Búðu til ný orð! Leiktu þér með tungumálið! Og svo sakar ekki að vita svolítið um uppbyggingu tungumálsins og hvaða reglum það fylgir. Það gerir þig bara betri! Skoðum nú betur þrjá þætti sem munu án efa auka tungumátt þinn til muna: Ríflegur orðaforði. Hafa tilfinningu fyrir mismunandi málsniði. Þekking á málfræði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=