Orðspor 3

1. KAFLI 7 Það er kúnst að tjá sig … þannig að aðrir hlusti Röddin er verkfæri sem við getum notað m.a. til að tjá skoðanir okkar og tilfinningar, knúið fram breytingar og haldið ræður við ýmis tækifæri. En til þess að koma sjónarmiðum okkar á framfæri er gott að æfa sig í framsögn. Sá sem tuldrar í hálfum hljóðum fær einfaldlega ekki sömu áheyrn og sá sem hefur upp raust sína. Það er t.d. mikill munur að hlusta á einhvern tala sem hefur æft sig í framsögn og talar með blæbrigðum en þann sem augljóslega líður illa við að standa fyrir framan hóp og tjá sig. Framsögn er eins og skrift og lestur, við verðum ekki góð í henni nema við æfum okkur. Ég er algjör snillingur að tala. Ég mala, masa, ræði, mæli, held tölur, ræður og sumir segja að ég sé algjört kjaftabox þó svo að ég sé ekkert sérlega góð í boxi. En mér finnst ís í boxi mikið lostæti. Hei, hefur þú séð ís í boxi? Í ljósi þess að ég er snillingur í framsögn þá skal ég leiða þig í gegnum þennan kafla. vinnubók bls. 12 verkefni 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=