Orðspor 3

6. KAFLI 87 Megi máttur tungumálsins ætíð vera með þér! Sérðu þennan? Þetta er hann Mimmi. Hann er ekki kátur. Það er eins og eitthvað angri hann. Það mætti halda að hann sé gramur. Eins og hann sé leiður eða reiður. Líkt og hann langi að segja einhverjum rækilega til syndanna eða fá hressilega útrás fyrir tilfinningar sínar. En það getur hann bara alls ekki. Ja, reyndar gefur hann okkur vísbendingar. Hann gefur frá sér reiðileg hljóð, hoppar upp og niður, ber sér á brjóst eða öskrar vígalega. Og við skynjum samstundis að eitthvað angrar hann. En hvað? Er hann beittur óréttlæti eða hefur hann sterkar skoðanir sem hann þarf að tjá? Það getum við ekki vitað fyrir víst því Mimmi talar ekki eiginlegt tungumál. Spakmælið um pennann og sverðið er þekkt á mörgum tungumálum. Hvað er átt við? Ályktið og ræðið! Mimmi fær mannamál í 5 mínútur og nær að tjá sig. Hann þarf að koma ýmsu á framfæri og biður ykkur um að skrá það niður. Skrifið hratt því tíminn er naumur! Hvað er að hrjá Mimma? „Penninn er beittari en sverðið!“ vinnubók bls. 76–77 verkefni 3 og 6 vinnubók bls. 74–75

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=