Orðspor 3

85 Mörgum reynist erfitt að vita hvenær skrifa eigi i eða í, y eða ý því ekki er að heyra neinn mun á framburði. Fyrir þá er best að byrja á að leggja á minnið algengustu y, ý og ey orðin. Orð eins og t.d.: systkini, fjölskylda, syfja, fylla, syngja, ský, brýtur, flýgur, nýja. Einnig getur reynst vel að semja orðavísur: Kynstur, byssa, myrkur, mý, mýkja, nýta, þreyta, mynstur, hryssa, styrkur, strý, strýkja, flýta, breyta. Til eru þeir sem vilja að y eða ý verði tekið úr tungumálinu. Aðrir vísa í að munur á i, í og y, ý gefi vísbendingar um uppruna orða og leiðinlegt væri að tapa þeirri þekkingu. Og hvað með orð sem breyta um merkingu eftir rithætti líkt og fýll, fíll, neita, neyta og minni, mynni? Ræðið og listið upp kosti og galla þess að nota y og ý. Allir hjálpast að og fylla töfluna í skólastofunni af y, ý og ey orðum. Vinnið með námsfélaga og semjið a.m.k. tvö erindi af orðavísum þar sem einungis koma fyrir orð af töflunni. Hengið orðavísurnar upp á áberandi stað svo aðrir geti notið þeirra. Gyða skynsöm byggir brýr, Brynjar hygginn dyra knýr, hryggðin gleymist, fýlan flýr fyndin systkin, býsna skýr. vinnubók bls. 66 og 67

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=