ORÐSPOR 3 84 Stafsetningarsjónaukinn Um y, ý og ey • Þegar o, u eða ju er í stofni orðsins eða skyldum orðum skal skrifa y. Dæmi: frost – frysta gull – gyllir bjuggu – byggja • Þegar ú, jú eða jó er í stofni orðsins eða skyldum orðum skal skrifa ý. Dæmi: snúa – sný fjúka – fýkur fljótur – flýtir • Þegar au er í stofni orðsins eða skyldum orðum skal skrifa ey. Dæmi: draumur – dreyma taumur – teyma braut – breyta Af hverju í ósköpunum notum við tvo ólíka stafi fyrir sama hljóðið í íslensku? Hvað segir Vísindavefurinn? Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman á árunum 1450–1550. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin fram sem kringd hljóð eins og t.d. má heyra í dönsku heldur ókringd eins og i, í. Í stuttu máli: Hér áður fyrr var i borið fram [i] en y hljómaði meira eins og [uj].
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=