Orðspor 3

83 Gegnum glervegginn Höfundur: Ragnheiður Gestsdóttir „Prinsessan Áróra er þrettán ára og býr í glerhvolfi. Hún hefur alltaf átt heima þar og hefur allt til alls. Nema fólk. Hún fær aðeins skilaboð frá foreldrum sínum og kennurum í gegnum skjái. Dag einn finnur hún Rökkva, slasaðan inni í hvolfinu. Hún hjálpar stráknum og ákveður að elta hann út. Rökkvi neyðist til að hjálpa henni því hún veit lítið um heiminn. Og í ljós kemur að hann er ekkert í líkingu við það sem henni hafði verið talin trú um. Æðisleg bók. Nútímaævintýri.“ Magnea Sól 12 ára. Mórún – í skugga Skrattakolls Höfundur: Davíð Þór Jónsson „Mórún Hróbjarts er álfamær sem aðstoðar volduga systrareglu við að vernda leyndardóminn á botni Sviðnavatns. Leyndardómurinn er svo rosalegur að ef hann fellur í rangar hendur gæti það táknað endalok allra vitiborinna kynþátta. Í systrareglunni eru skrautlegar persónur af öllum kynþáttum; tröll, álfar, menn, svartálfar og dvergar. Óvinurinn er í fyrstu ósýnilegur en eftir að Mórún gengur í málið hefst bardaginn fyrir alvöru. Þessi bók er frábær og ég vona að Mórún snúi aftur í fleiri sögum.“ Róbert Andri 14 ára. HJARTSLÁTTUR MYNDIN Í SPEGLINUM Hver þessara bóka höfðar mest til þín? Hvað er það sem vekur athygli þína? Söguefnið, bókarkápan, höfundurinn eða eitthvað annað? VÍSUR FYRIR VONDA KRAKKA ORRUSTAN UM FOLD Hvaða bók höfðar minnst til þín? Hvað er það sem þér þykir óspennandi við þessa bók? Finndu bókina á bókasafninu. Lestu 30 blaðsíður í bókinni. Hefur skoðun þín á bókinni breyst? Langar þig að lesa meira? Lestu epísk ævintýri! vinnubók bls. 68–73

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=