Orðspor 3

ORÐSPOR 3 82 Ferðin til Samiraka Höfundur: Harpa Jónsdóttir „Bókin kom mér á óvart. Ég hélt að ég væri að fara lesa venjulega ævintýrasögu en þessi er sko ekki venjuleg. Aðalpersónan Sigrún er nýflutt til Ísafjarðar þegar hún heyrir seiðandi söng sem lokkar hana niður í fjöru. Söngurinn berst frá undarlegu fólki sem býr í hellum í heimi sem kallast Samiraka. Fólkið er í felum fyrir óvinum sínum, Brautryðjendunum. Sigrúnu er ætlað að gerast njósnari meðal óvinanna og komast að því hvernig þeim tekst að stjórna hugsunum fólks. Hörkuspennandi!“ Hekla 13 ára. Drauga-Dísa Höfundur: Gunnar Theodór Eggertsson „Aðalpersónurnar eru tvær en þær eru ekki uppi á sama tíma. Dísa er 14 ára og býr í Reykjavík nútímans og Björn býr á bónda- bæ í kringum árið 1700. Þau eiga ýmislegt sameiginlegt, verða til dæmis bæði fyrir stríðni og áreiti frá fólki í kringum sig. Nokkurs konar tímaflakk verður til þess að leiðir þeirra liggja saman. Þetta er rosalega spennandi saga með mjög óvæntri atburðarás sem heldur manni föstum við lesturinn.“ Amir 13 ára. Lestu EPÍSK ÆVINTÝRI STEINDÝRIN STEINSKRÍPIN Epík merkir að sagan sé byggð upp með sögulegu efni, þ.e. það sem gerist í sögunni getur mögulega hafa gerst áður fyrr.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=