Orðspor 3

5. KAFLI 79 Í Öskubusku má lesa um það hvernig hálfsystur Öskubusku skáru af sér tá og hæl til að reyna að passa í skóinn þegar prinsinn bar að bæ. Sagan endar á því að dúfur plokka úr þeim augun. Disney sleppti þessu í teiknimyndinni. Að lokum skulum við kíkja á eitt dæmi um það hversu grimm Grimmsævintýrin geta verið: „Hvaða refsingu á slík manneskja að fá?“ Falska brúðurin sagði: „Hún á ekkert betra skilið en að vera flett klæðum og sett nakin í tunnu sem alsett er að innan með oddhvössum nöglum. Svo ætti að beita tveim hvítum hestum fyrir tunnuna og láta þá draga hana fram og aftur eftir götunum þangað til hún dræpist.“ „Þetta ert þú sjálf,“ sagði gamli kóngurinn. „Þú hefur kveðið upp þinn eigin dóm. Allt sem þú lýstir skal gert við þig.“ Og þegar dóminum hafði verið fullnægt kvæntist konungssonurinn sinni réttu brúði og þau ríktu í landi sínu í friði og sælu. Endirinn í sögunni Gæsastúlkan Nú vitum við ýmislegt um Grimmsævintýrin. En eitt verðum við þó að vita áður en við kveðjum þá bræður. Jón Árnason, sem safnaði saman þjóðsögum hér á Íslandi, var samtímamaður þeirra bræðra. Undir áhrifum Grimmsævintýranna fór Jón að safna munnmælasögum í rit. Í fyrrnefndri bók Grimmsævintýri fyrir unga og gamla hefur þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir, bætt við íslenskum þjóðsögum sem hafa samhljóm með Grimmsævintýrum. Og ef þið eruð að velta því fyrir ykkur hvort það sé til íslensk útgáfa af Mjallhvíti, þá er svarið já! Sagan af Vilfríði Völufegri er sláandi lík sögunni um Mjallhvíti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=