Orðspor 3

ORÐSPOR 3 78 Hvar er grimmdin? Walt Disney endursagði mörg Grimmsævintýri í teiknimyndum. En þegar ævintýrin eru lesin í upprunalegu útgáfunni sést að Disney hefur aldeilis mildað þau. Árið 2015 kom út á íslensku bókin Grimmsævintýri fyrir unga og gamla. Þar endursegir Philip Pullman ævintýrin eins og þau komu frá Grimmsbræðrum upphaflega. Á eftir hverju ævintýri er viðauki frá höfundi þar sem hann kemur til dæmis inn á það hvernig Disney breytti sögunum. Óhætt er að mæla með þessari bók fyrir alla sem vilja ævintýrin beint í æð, með öllum óhugnaðinum sem þeim fylgja. Í Disney myndinni um Mjallhvíti sendir drottningin veiðimanninn af stað til að drepa Mjallhvíti. Hún biður hann um að færa sér hjarta hennar til sönnunar í öskju. Þegar drottningin spyr spegilinn næst heldur hún á öskjunni en í reiðikasti yfir að Mjallhvít sé á lífi hendir hún henni frá sér. Kíkjum í bókina Grimmsævintýri fyrir unga og gamla og lesum hvernig þetta var í upprunalegu sögunni: Í sömu svifum kom ungur göltur hlaupandi gegnum runnagróðurinn. Veiðimaðurinn drap hann, skar úr honum lungu og lifur og fór með hvort tveggja til drottningar sem sönnun þess að Mjallhvít væri dáin. Kokkinum var falið að krydda iðrin vel, velta þeim upp úr hveiti og steikja þau, síðan át vonda drottningin þau upp til agna. Þar með, hugsaði hún með sér, var búið að afgreiða Mjallhvíti. Hjá Disney deyr drottningin við það að hrapa niður af klettasyllu á meðan Mjallhvít hefur beina aðkomu að dauða hennar í upprunalegu útgáfunni. Disney sýnir líka dvergana á gamansaman hátt. Þeir eru líkastir litlum börnum með skegg, fá skondin skírnarnöfn og persónuleika og syngja við vinnuna. Í bókinni eru þeir vinsamlegir, nafnlausir og við sjáum þá sem hóp en ekki einstaklinga. Annað sem er ólíkt er að Mjallhvít er umvafin dýrum í myndinni. Hún er sjaldnast ein því fuglar, dádýr og kanínur dansa kátar í kringum hana og aðstoða við heimilisstörfin. vinnubók bls. 65 verkefni 15

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=