ORÐSPOR 3 76 Kvikmyndir Ef við höldum áfram að tala um Mjallhvíti og sjónarhorn þá eru að minnsta kosti tvær kvikmyndir sem sagðar eru út frá sjónarhorni veiðimannsins. Fyrri myndin heitir Mjallhvít og veiðimaðurinn (e. Snow White and the Huntsman) og seinni myndin heitir Vetrarstríð veiðimannsins (e. The Huntsman Winter´s War). Myndirnar fylgja ekki söguþræði Grimmsævintýranna en nýta sér persónusköpunina og byrjun atburðarásar sögunnar. Til að nefna aðra mynd sem byggir lauslega á sögunni um Mjallhvíti er hægt að benda á myndina Sydney White. Í fyrsta lagi er titilinn bein vísun í enska heiti Mjallhvítar. Annað sem speglar sögu Grimmsbræðra er að móðir Sydney er látin. Því ákveður stelpan að fara í sama framhaldsskóla og mamma hennar. Þar kynnist hún sjö óvinsælum nemendum og saman reyna þau að lækka rostann í aðalskvísunni í skólanum (drottningunni). Mjallhvít er ekki eina kvikmyndin sem hefur sótt í brunn Grimmsævintýranna. Árið 2005 kom út myndin Grimmsbræðurnir (e. The Brothers Grimm). Hún fjallar um svikahrappana Jake og Will Grimm sem ferðast á milli bæja og sannfæra bæjarbúa um að þeir geti verndað þá fyrir galdraverum og ófreskjum. Þættir Þáttagerðamenn hafa líka litið til Grimmsævintýranna. Þættirnir Einu sinni var (e. Once upon a time) nýta bæði Grimmsævintýrin og önnur þekkt ævintýri og tengja þau við nútímann. Og ef þú þorir þá eru þættirnir Grimm fyrir þig. Aðalpersónan er lögreglumaður og síðasti afkomandi Grimmsbræðra. Í hverjum þætti berst hann við óhugnað og óvætti úr ævintýrum. Þættir sem ekki ætti að horfa á í myrkri og alls ekki fyrir viðkvæma! Rifjið upp allar kvikmyndir og þáttaraðir sem þið hafið séð sem byggja á einhverju ævintýri. vinnubók bls. 58–61 verkefni 7
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=