Orðspor 3

5. KAFLI 75 Ég er undir þínum áhrifum Ævintýri Grimmsbræðra eru uppspretta margra annarra listaverka. Sögur, ljóð, þættir, kvikmyndir, málverk og brandarar eru meðal þeirra verka sem innihalda vísanir í Grimmsævintýrin. Bókmenntir Augljóst dæmi er bókaflokkurinn um Grimmssystur. Þar segir frá systrunum Sabrínu og Dagnýju sem hafa þvælst á milli fósturfjölskyldna eftir að foreldrar þeirra hurfu á dularfullan hátt. Amma þeirra birtist óvænt og sækir um forræði yfir þeim. Hún segir þeim að Vilhjálmur, annar Grimmsbræðra, sé langalangalangalangafi þeirra. Fljótlega í fyrstu bókinni rænir risi ömmu og við tekur skemmtilegt ævintýri þar sem persónur úr þekktum ævintýrum og sögum poppa upp. Sem dæmi leita systurnar til Jóa, oft kenndan við baunagras, eftir aðstoð. Þær finna töfraspegil drottningarinnar í húsi ömmu sinnar, rekast á grísina þrjá sem eru svínslegir lögreglumenn og Mjallhvíti sem er grunnskólakennari Dagnýjar. Sagan um Grimmssystur gerist rétt fyrir utan New York borg og á okkar tíma. Þannig hefur höfundurinn nýtt sér persónur úr þekktum ævintýrum en breytt um tíma og sögusvið. Tvær fyrstu bækurnar í bókaflokknum hafa verið þýddar á íslensku. VÍSUN ER: • Þegar vitnað er í hluta af þekktum texta, ljóði eða atburði. • Lesandinn þarf að þekkja til eða kannast við textann til að skilja vísunina og samhengið í þeim texta sem verið er að lesa. • Algengt er að vísa til dæmis í ævintýri og þjóðsögur. „Mér líður eins og stjúpunni þegar hún leit í spegilinn …“ vinnubók bls. 64 verkefni 13

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=