ORÐSPOR 3 74 Tími sögunnar Þegar tími bókmenntatexta er skoðaður er tveimur spurningum varpað fram: 1. Á hvaða tíma gerist sagan? Í fortíð, nútíð eða framtíð? Vitum við nokkurn veginn ártalið? (Bókmenntahugtakið er ytri tími). 2. Á hve löngum tíma gerist sagan? Er farið yfir heila mannsævi, eitt ár, eina viku eða jafnvel einn dag eða klukkutíma? (Bókmenntahugtakið er innri tími). Hvenær skyldi sagan um Mjallhvíti hafa gerst? Á hve löngum tíma gerist sagan? Hreyfileikni Nú reynir á tjáningu ykkar án orða. Finnið ykkur einn til tvo hópfélaga. Leikið án orða eftirfarandi brot úr Mjallhvíti: • Þegar drottningin kallar veiðimanninn til sín, segir honum að drepa Mjallhvíti og koma með lifur og lungu úr henni til sönnunar. • Þegar dvergarnir finna Mjallhvíti heima hjá sér og ákveða að leyfa henni að gista. • Þegar drottningin kemur í þrígang í hús dverganna og kemst að því að Mjallhvít sé enn á lífi. • Þegar Mjallhvít liggur í glerkistunni, dvergarnir syrgja og prinsinn kemur og kyssir hana. • Þegar drottningin kemur í brúðkaupsveisluna, sér Mjallhvíti og prinsinn. Vissir þú að þegar Grimmsbræður skrifuðu fyrst niður söguna um Mjallhvíti var drottningin móðir hennar? Það féll ekki í góðan jarðveg og því var ákveðið í næstu útgáfu að hún væri stjúpmóðir hennar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=