Orðspor 3

5. KAFLI 73 Sjónarhorn Höfundur segir söguna frá ákveðnu sjónarhorni. Flestar sögur eru sagðar í 1. eða 3. persónu. • Í 1. persónu frásögn segir sögumaðurinn sjálfur frá því sem gerist. Til dæmis eru dagbækur skrifaðar í 1. persónu. Dæmi: Þegar ég vaknaði var enginn heima. Mig langaði í morgunkorn en ég náði ekki upp í skápinn þar sem pakkinn er geymdur … • Í 3. persónu frásögn lýsir sögumaðurinn því sem aðrir gera. Dæmi: Þegar hann/hún vaknaði var enginn heima. Hann/Hana langaði í morgunkorn en náði ekki upp í skápinn þar sem pakkinn var geymdur … • Alvitur sögumaður segir lesandanum hvað persónur í bókinni eru að gera og hugsa. Skoðum söguna um Mjallhvíti. Þar segir sögumaðurinn okkur frá því hvað drottningin og Mjallhvít gera og hugsa. Sagan er sögð í 3. persónu og sögumaðurinn er alvitur. Skrifaðu stutta lýsingu í 3. persónu um það þegar veiðimaðurinn fékk skipun drottningar um að fylgja Mjallhvíti út í skóg og drepa hana. Notaðu punktana til að hjálpa þér af stað: • Hvernig leið veiðimanninum þegar hann fékk verkefnið? • Lýstu ferðalagi hans og Mjallhvítar inn í skóginn. Hvernig leið honum þegar Mjallhvít baðst vægðar? • Hvernig gekk á leiðinni heim? Hvað gerði hann? Hvernig leið honum? • Hvernig tók drottningin á móti honum við heimkomu? vinnubók bls. 52 verkefni 1 og 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=