Orðspor 3

ORÐSPOR 3 72 Ævintýrið hefst á því að móðir Mjallhvítar deyr. Pabbi hennar, konungurinn, giftist aftur. Nýja drottningin er fögur en hrokafull. Hún á töfraspegil sem hún spyr reglulega: „Spegill, spegill, herm þú hver hér á landi fegurst er.“ Spegillinn svarar alltaf að hún sé fegurst. Alveg þar til Mjallhvít verður sjö ára. Þá svarar hann að Mjallhvít sé fegurst. Drottningin ærist og sendir veiðimann með Mjallhvíti út í skóg. Hann skal drepa hana og færa til sönnunar lifur hennar og lungu. Mjallhvít sannfærir veiðimanninn um að sleppa sér lausri. Hún finnur hús þar sem sjö dvergar búa. Þeir lofa henni að búa hjá sér gegn því að hún sinni heimilisstörfum. Drottningin sér í töfraspeglinum að Mjallhvít lifir. Í gervi gamallar sölukonu fer hún og sýnir Mjallhvíti snúru. Hún þrengir snúruna um mitti Mjallhvítar, sem missir andann. Drottningin fer fagnandi heim. Dvergarnir koma, skera á snúruna og bjarga Mjallhvíti. Þegar drottningin sér að Mjallhvít er enn á lífi arkar hún af stað í nýju gervi. Hún tekur með eitraðan hárkamb. Mjallhvít skoðar kambinn. Drottningin notar tækifærið og rekur kambinn í höfuð hennar. Dvergarnir finna Mjallhvíti meðvitundarlausa og bjarga henni aftur. Drottningin verður brjáluð. Nú dulbýst hún sem bóndakona með eplakörfu. Henni tekst að fá Mjallhvíti til að bíta í baneitrað epli. Mjallhvít fellur í gólfið. Dvergarnir koma heim og sjá að Mjallhvít er dáin. Þeir setja hana í glerkistu. Prins kemur og biður um gistingu. Hann sér Mjallhvíti og verður ástfanginn við fyrstu sýn. Dvergarnir lofa honum að taka kistuna. Á leiðinni í höllina hrasar einn þjónninn sem ber kistuna og eplabitinn hrekkur upp úr Mjallhvíti. Prinsinn segir henni alla söguna og biður hennar. Á meðan á brúðkaupsveislunni stendur upplýsir spegillinn drottninguna um að unga drottningin sé nú fegurst. Drottningin fer í veisluna og tryllist þegar hún sér að unga drottningin er Mjallhvít. Drottningin er neydd í járnskó, sem legið höfðu í eldi, og látin dansa í þeim þar til hún dettur niður dauð. Mjallhvít og dvergarnir sjö vinnubók bls. 54 og bls. 56–57

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=