5. KAFLI 71 Hvað eru Grimmsævintýri? Eins og þið vitið þá eru til ógrynni af góðum ævintýrum, bæði gömlum og nýjum. Grimmsævintýrin eru þau ævintýri kölluð sem bræðurnir Jakob og Wilhelm Grimm söfnuðu í safnrit í upphafi 19. aldar. Meðal þeirra eru Hans og Gréta, Rauðhetta, Mjallhvít og dvergarnir sjö, Þyrnirós, Úlfur og kiðlingarnir sjö, Rapunzel og Bjarnarfeldur. Við þekkjum líka fleiri ævintýri. Fjölmörg eru eftir danska skáldið H.C.Andersen. Þið kannist líklega við Prinsessuna á bauninni, Litlu hafmeyjuna, Nýju fötin keisarans, Eldfærin, Litla ljóta andarungann og Hans klaufa. Önnur þekkt evrópsk ævintýri eru t.d. franska ævintýrið Fríða og dýrið, ítalska ævintýrið um Gosa eftir Carlo Collodi og sagan um Lísu í Undralandi eftir Bretann Lewis Carroll. Ævintýri gerast víða og hægt er að lesa framandi ævintýri í bókinni 1001 nótt. Það er safn ævintýra frá m.a. Arabíu, Indlandi, Persíu og Egyptalandi. Þið þekkið kannski sögurnar um Alladín, Alí Baba og Sindbað sæfara. Þessi ævintýri koma öll fyrir í 1001 nótt. … og ekki má gleyma öllum íslensku þjóðsögunum sem eru ævintýri líkastar. vinnubók bls. 64 verkefni 12
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=