69 Síðasti ga ldrameistari nn Höfundur: Ármann Jakobsson „Aðalpersónan Kári býr hjá göldróttum frænda sínum. Kára er ætlað að hlaupa í skarðið fyrir galdrameistara ríkisins. Hann þarf að leysa þrjár þrautir til að sanna sig sem væri örugglega ekkert erfitt … nema hann kann barasta ekkert að galdra! Hann þarf að leita sér aðstoðar og við komumst fljótlega að því að hann er nú ekki mikil hetja. Skuld drottning, sem er sögð grimm og göldrótt, býst til innrásar. Þetta er spennandi og skemmtileg fantasía. Sannarlega stútfull af húmor.“ Guðrún Karítas, 13 ára. Nornafár Höfundur: Ragnar Gíslason „Ég átti að velja nornabók og fannst kápan á Nornafári drungaleg. Dagmar er aðalpersónan. Hún er fjórtán og nýflutt til Reykjavíkur úr þorpi. Hún fittar ekki inn í hópinn og er lögð í einelti af stelpugengi. Dagmar grunar að stelpurnar séu nornir sem beiti svartagaldri. Bókin er spennandi en líka dramatísk því Dagmar er einmana framan af. Hún kynnist stelpu, sem er líklega ekki af þessum heimi. Þær takast á við nornirnar og það reynir á taugarnar og mátt fyrirgefningar.“ Jónas Dagur, 13 ára. Hvaða bækur detta ykkur til hugar þar sem nornum, göldrum, álögum, seiðkörlum eða öðru yfirnáttúrulegu bregður fyrir. SETULIÐIÐ OG TARA Nornir! Hver þessara bóka gætir þú hugsað þér að lesa og hvers vegna?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=