Orðspor 3

5 Fjólubláu orðin: Í bókinni er víða að finna fjólublá orð. Ef þú skilur ekki orðin er tilvalið að spyrja kennarann eða fletta upp í orðabók, hvort sem hún er prentuð eða rafræn. Þessi orð voru sett í bókina sérstaklega fyrir þá sem keppast við að auka orðaforða sinn. Grínhildur gantast: Blessuð! Gvöð, hvað það er gaman að hitta ykkur aftur! Ég var sko farin að sakna ykkar enda búin að eyða sumrinu með Málfróði í steinaskoðunarferð á hálendinu. En, hvað er að frétta? Eruð þið ekki hrikalega ánægð að vera byrjuð á enn einni skemmtiskruddunni úr safni Grínhildar? Ég meina, hvað í ósköpunum gæti verið betra en að eyða skóladeginum með mér? Fylgjast með mér deila hverjum fróðleiksmolanum á fætur öðrum. Springa úr hlátri yfir mínum hnyttnu og léttkaldhæðnu innskotum sem gera þessa skraufþurru kennslubók að því merka bókmenntaverki sem hún er! Allt er þetta ykkur að þakka. Öllum aðdáendabréfunum og ábendingunum sem þið senduð ritstýrunum og báðuð um að ég yrði AÐAL í bókinni. Látið nú ekki Málfróð draga úr ykkur kjarkinn. Þið eruð orðin svo rosalega klár. Þetta íslenskunám verður eins og að drekka vatn. Passið ykkur bara á að snúa glasinu rétt! Segið það með mér … Túlílú!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=