65 Jón hefur ferðast um landið og frætt ungt fólk um fjármálalæsi. Í fyrirlestrum sínum fer hann yfir það hvernig peningar virka og hvetur áhorfendur til að setja sér markmið í fjármálum og gera greinarmun á þörfum og óskum. Jón tók ungur ákvörðun um að reykja hvorki né drekka. Segja má að hann hafi lesið hárrétt í aðstæður. Hann nýtir tíma sinn og orku til góðra verka, sköpunar og að láta gott af sér leiða. Gefðu allt sem þú átt Á meðan meðbyr blæs gríptu þá þessa gæs. Á morgun mögulega allt er liðið hjá. Stefnirðu á næsta stig þú þarft að reyna á þig. Þú veist það stoðar lítt að bíða bara og sjá. Svo gefðu allt sem þú átt. Ekkert án erfiðis fæst. Gefðu allt sem þú átt. Þannig markmiðið næst. Gefðu allt sem þú átt. Draumurinn getur ræst. Þér fannst þú fjarri í gær en núna mjakast nær. Á morgun dyrnar munu glennast upp á gátt. Því ef þú gefur allt þú uppskerð þúsundfalt. Sá sigur er sætastur sem þú veist þú skilið átt. Svo gefðu allt sem þú átt … Áður virtist það vandi. Þú núna færist nær landi og þá er alveg sem það standi skrifað í skýin. Svo gefðu allt sem þú átt … Einar Lövdahl Gunnlaugsson Lestu textann vel og vandlega. Hver eru skilaboðin í textanum? Í þessum texta er spaklega mælt. • Finnið spakmæli og málshætti sem passa við innihald textans. • Búið til spakmæli út frá textanum. Dæmi: Ekkert án erfiðis fæst! Hannið veggspjöld með spakmælunum og hengið upp þar sem þau fá að njóta sín. • Komið ykkur vel fyrir, stillið tónlistina í botn, syngið og gefið allt sem þið eigið!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=