ORÐSPOR 3 64 Jón Ragnar Jónsson Fyrirmyndir er læs fyrirmynd Jón Ragnar Jónsson er söngvari, lagahöfundur, fótboltamaður og hagfræðingur. Ungur byrjaði hann að syngja og spila og var duglegur að koma fram og skemmta öðrum í skólanum sínum og við önnur tilefni. Jón er bæði laga- og textahöfundur en hefur einnig gefið út lög þar sem hann syngur texta eftir aðra höfunda. Textar Jóns eru ýmist á ensku eða íslensku. Hann býr yfir ríkulegum orðaforða á báðum tungumálum og nýtir hann óspart til að koma hugsunum og hugmyndum sínum á framfæri. Fótbolti átti lengi hug hans allan og ferill hans með FH var farsæll. Dugnaðurinn við að læra og lesa í leikinn og þrautseigjan við æfingar skilaði sér þegar hann fékk skólastyrk við Bostonháskóla. Þar dvaldi hann í þrjú ár, spilaði fótbolta og lærði hagfræði.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=