Orðspor 3

4. KAFLI 59 Nennirðu að setja í þvottavélina? Merkingar af þessu tagi finnur þú á nánast öllum fatnaði. Og nei, þetta eru ekki bara einhver tákn sem voru krotuð fyrir mistök inn í peysuna þína eða úlpuna. Þetta eru þvottamerkingar, leiðbeiningar um hvernig best sé að þvo flíkurnar þínar. Þær koma í veg fyrir að nærfötin þín verði fjólublá eða að hettupeysan þín verði skyndilega mátuleg á leikskólabarn. Þvottaleiðbeiningar eru ekkert grín. Lestu og lærðu! • Skoðið flíkurnar sem þið eruð í, t.d. peysuna, bolinn og buxurnar. Á röngunni er að finna miða með þvottamerkingum. • Skráið niður flíkurnar og hvernig á að þvo þær. • Eru merki á flíkunum sem þið sjáið ekki á þessari síðu? Hvað er þá best að gera? • Berið saman leiðbeiningar. Getið þið sett allt í eina vél? ÞVOTTAMERKI 1. Má þvo 2. Þvoist á volgum hita (handþvottur) 3. Hámarkshiti á vatni 4. Má ekki þvo 5. Má þurrka í þurrkara 7. Má ekki þurrka í þurrkara 8. Leggið til þerris 9. Hengja upp rennandi blautt 10. Má strauja 11. Hitastig straujárns (einn punktur – lágur hiti) 12. Má ekki strauja 6. Hámarkshiti þurrkara (einn punktur – lágur hiti) vinnubók bls. 48–50

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=