Orðspor 3

ORÐSPOR 3 58 Þeir sem æfa íþóttir eða leika á hljóðfæri reglulega vita mætavel að það er ekki nóg að æfa bara einn vöðva eða spila öðru hvoru. Það þarf að þjálfa þá alla til að ná hámarksárangri. Sama á við um læsi. Þú þarft að æfa alls konar læsi. Hér á eftir eru fjölbreyttar æfingar er reyna á læsi. Köllum það læsisþjálfun. Spreyttu þig. Góða skemmtun! Æfum læsi • Drykkir: Mælt er með vatni við þorsta því vatn er besti svaladrykkurinn. Léttmjólk er einnig tilvalin í nestið og hreinir ávaxtasafar öðru hvoru. • Niðurskornir ávextir og grænmeti ættu ávallt að vera hluti af hollu og góðu nesti. Hnetur og möndlur eru einnig góður kostur (en fyrst þarf að athuga hvort einhver er með ofnæmi). • Holl samloka: Mælt er með að nota gróft, heilkorna brauð með a.m.k. 5 gr. trefja, smurt með þunnu lagi af viðbiti eða sósu. Með hollu áleggi er átt við t.d. epli, banana, brauðost, smurost, baunamauk (húmmus), lifrarkæfu, túnfisk, makríl í tómatsósu, sardínur, papríku, agúrku, tómata, salat og lárperu Leiðbeiningar um hollt og gott nesti (avókadó). Æskilegt að velja brauð merkt með matvælamerkinu Skráargatinu. • Mjólkurvörur eru einnig tilvaldar í nestið: T.d. skyr og aðrar sýrðar mjólkurvörur. Æskilegt að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lítið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. • „Boost“ drykkir eru einnig góðir sem nesti. Hægt er að setja saman ávexti, grænmeti, ber, skyr, léttmjólk og klaka í blandara og taka með sem nesti. Unnið af: Elvu Gísladóttur og Hólmfríði Þorgeirsdóttur næringarfræðingum hjá Embætti landlæknis. • Í þessum texta sem er úr bæklingi frá Embætti landlæknis er þér bent á að borða hollt og gott nesti. Getur þú treyst þessum upp- lýsingum? Nefndu tvö atriði sem rökstyðja mál þitt. • Í leiðbeiningunum ert þú hvött/ hvattur til að nota vörur með Skráargatinu. Hvaða þýðingu hafa slík merki? Leitaðu svara. • Hvar fékkstu upplýsingar um merkin? Heldur þú að það sé skynsamlegt að borða vörur með þessum merkjum? Af hverju? Af hverju ekki? • Hvað finnst þér vanta í bæklinginn? Af hverju heldur þú að það hafi ekki komist á blað? • Hvað vilt þú hafa í nesti? Nýttu upplýsingarnar úr bæklingnum og gerðu nestisáætlun fyrir vikuna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=