ORÐSPOR 3 4 Allt er þegar þrennt er! Þessi tákn áttu eftir að sjá víða um bókina: Hugstormur – Í hugstormi á að fá eins margar hugmyndir og hægt er á gefnum tíma. Oftast unnið í hóp. Stækkunarglerið – Hér ályktar þú, rannsakar og grúskar. Stýrt verkefni – Þegar þetta merki kemur upp mun kennari leggja inn verkefni og aðstoða hópinn við að leysa það skref fyrir skref. Námsfélagar – Þessi verkefni vinna tveir og tveir saman. Hópverkefni – Verkefni unnið í hóp. Ritunarverkefni – Hér er ætlast til að þú leysir verkefnið skriflega. Framsögn – Verkefni sem eru flutt munnlega, kynningar, leikræn tjáning og virk hlustun. Málfróður mælir: Kæri lestrarsproti. Nú hittumst við enn og aftur. Færni þín í íslensku hefur aukist með hverju árinu og þú ert nú orðinn vel mælandi, ritandi og hugsandi nemandi. Allt stefnir í rétta átt. Sem er nú sérdeilis ljómandi gott. En hvað er þá næst á dagskrá, kannt þú að spyrja? Þú heldur ef til vill að náminu sé að mestu lokið, að þú sért orðinn fullnuma í fræðunum. En svo er nú sannarlega ekki. Því alltaf er hægt að nema meira, bæta sig og þjálfa. Og það verður einmitt rauði þráður þessarar námsbókar. Það sem við eigum eftir að skemmta okkur vel saman!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=