4. KAFLI 57 Læsi er alls konar Ert þú einn af þessum nemendum sem er alltaf að rekast á orðið læsi og hefur ekki hugmynd um hvað það þýðir? Þú skilur kannski ekki heldur af hverju aðrir telja það svona mikilvægt og eru stöðugt að hvetja þig til að æfa lestur, lesskilning, lestrartækni, fræðilestur, yndislestur eða bóklestur. Það er ósköp skiljanlegt. En til þess að útskýra þetta fyrir þér fór ég á stúfana og las mér til um þetta fína hugtak, læsi. Ýmislegt kom mér á óvart. Margir halda nefnilega að það sé læsi að breyta bókstöfum í hljóð, raða hljóðum í orð og orðum í málsgreinar. Að það sé nóg að vera snöggur að lesa orð á blaði eða í bók og þá sé maður fluglæs. En nei, lestrarsprotinn minn! Það er sko hreint ekki svo einfalt. Að kunna að lesa er mikil- vægur grunnur en læsi er svo miklu miklu meira … Læsi er nefnilega líka: • að skilja og túlka talmál, ritmál, myndmál, táknmál og samskipti. • að setja í samhengi. • að lesa í aðstæður. • að leggja mat á. • að vera gagnrýnin(n). • að geta tjáð sig á margvíslegan hátt. Skoðið opnumyndina. Hvað haldið þið að læsi sé? Nefnið dæmi. Varpið fram öllum ykkar hugmyndum. Hlustið, ræðið og veltið vöngum. vinnubók bls. 46–47 verkefni 1
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=