55 Marianne Germanía Á sama tíma voru önnur lönd að skapa sína kvengervingu fyrir landið. Í Þýskalandi heitir hún Germanía. Hún er tákn frelsis, styrks og hetjudáðar. Sólarupprásin í bakgrunni táknar nýtt upphaf þjóðarinnar. Af hverju skyldi Íslendingadagur vera haldinn hátíðlegur í Winnipeg í Kanada? Myndið litla hópa. Ræðið eftirfarandi og punktið niður hjá ykkur hvaða hugmyndir koma upp hjá hópnum. a. Af hverju haldið þið að kona hafi verið valin sem táknmynd frekar en karl? b. Hvaða tilfinningar vekur Fjallkonan hjá ykkur? c. Ef það ætti að búa til táknmynd í dag fyrir Ísland, hvaða táknmynd finnst ykkur henta? Hvað stæði hún fyrir? Hvernig liti hún út? Í lokin stýrir kennari ykkar umræðum þar sem talsmaður úr hverjum hóp kynnir niðurstöður hópsins. Í Frakklandi heitir hún Marianne. Hún er tákn frelsis, jafnréttis og bræðralags. Hún er með rautt, þríhyrnt höfuðfat sem franskir byltingarsinnar báru. Föt hennar eru rifin og tætt til marks um styrk þess sem rís upp eftir að hafa verið kúgaður og niðurlægður. Breska kvenímyndin er Britannía. Hún stendur fyrir frelsi, styrk og samheldni. Og Bandaríkin eru með hana Colombiu sem dregur nafn sitt af Kristófer Kólumbus. Á Íslendingadeginum í Winnipeg í Kanada kom kona í gervi Fjallkonunnar fram í fyrsta skipti árið 1924. Eftir að Ísland varð lýðveldi hefur það verið til siðs að kona í skautbúningi flytji fjallkonuerindi á 17. júní. vinnubók bls. 42 verkefni 20
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=