Orðspor 3

53 Í v í k i ngahöndum Höfundur: Torill Thorstad Hauger „Patrekur og Sunnefa alast upp á Írlandi á 10. öld. Þau eru alltaf að heyra sögur af víkingum sem ráðast á þorp og ræna bæði dýrgripum og fólki. Dag einn koma víkingarnir í þorpið þeirra. Þeir brenna bæi og drepa þá sem eru fyrir þeim. Mörgum tekst að flýja en ekki Patreki og Sunnefu. Þau eru tekin og flutt til Noregs í þrældóm. Þau fá illa meðferð en eru ákveðin í að gefast ekki upp. Þau ætla sér að flýja.“ Vigdís Björt 12 ára. Bö l vun faraós Höfundur: Kim M. Kimselius „Ramóna og Theó eru á ferðalagi í Egyptalandi. Þau eru stödd í grafhvelfingu eins hinna fornu faraóa. Þá gerist eitthvað undarlegt og Ramóna hverfur. Hún flyst aftur til ársins 1323 f.Kr. til ríkis Tútankhamons. Þar lendir hún í brjáluðum ævintýrum og hrikalegum hættum. Theó reynir að ná henni til baka með aðstoð dansks fornfræðings. Ég ætla ekki að segja þér hvort það tekst. Þú verður að lesa! Mjög góð bók.“ Kristján 12 ára FLÓTTINN FRÁ VÍKINGUNUM SIGURÐUR DREKABANI TÖFRASVERÐIÐ FALLÖXIN AFTUR TIL POMPEI Munið þið eftir fleiri bókum sem lýsa lífi fólks fyrr á tímum? Safnið saman hugmyndum á bókalista. Veldu þér eina af þessum bókum. Lestu hana og skrifaðu þína eigin umsögn. Bækur um lífið í gamla daga! vinnubók bls. 38–39 verkefni 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=