Orðspor 3

ORÐSPOR 3 52 Forngr i pasafn ið Höfundur: Sigrún Eldjárn „Þessi bók fjallar um Rúnar. Hann flytur út á land með pabba sínum sem ætlar að stýra forngripasafni í þorpinu. Hann kynnist Möggu og Lilla sem búa í næsta húsi og þau verða góðir vinir. Svo kynnast þau líka Gunnhildi sem er mjög undarleg … ja, stelpa. Það kemur í ljós að það er margt skrýtið og undarlegt á seyði í þorpinu og allt tengist það safninu. Þetta er spennandi og ævintýraleg bók.“ Eiríkur Máni 12 ára. Gásagátan – spennusaga frá 13 . ö ld Höfundur: Brynhildur Þórarinsdóttir „Ég mæli sko með þessari bók fyrir alla sem vilja upplifa hvernig lífið var á Íslandi í eldgamla daga. Sagan gerist á verslunarstaðnum Gásum við Eyjafjörð sem var einu sinni til en ekki lengur. Aðalpersónur eru bræðurnir Kolsveinn og Kálfur. Þeir eru mættir á staðinn til að hefna föður síns sem var myrtur. Maður fylgist með bræðrunum þar sem þeir kynnast lífinu á Gásum og hitta persónur sem síðar áttu eftir að setja svip sinn á Íslandssöguna.“ Karlotta 13 ára. Lestu SÖGUR FRÁ FORNU FARI NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ LISTASAFNIÐ NJÁLA EGLA LAXDÆLA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=