Orðspor 3

3. KAFLI 51 Ritgerðarskrif – Skref fyrir skref • Veldu þér viðfangsefni. Ekki er verra að vita eitthvað pínulítið um efnið eða hafa óbilandi áhuga á því að vita meira. • Gerðu hugarkort í vinnubókinni á bls. 36. • Leitaðu heimilda. Lestu bækur og tímarit og leitaðu upplýsinga á netinu. Skráðu upplýsingarnar sem þú finnur inn í hugarkortið eða á annan góðan stað. • Hafðu í huga muninn á beinum og óbeinum tilvitnunum. • Skráðu niður þær heimildir sem þú notar jafnóðum. (Heimildaskrá) • Gerðu uppkast að inngangi. • Skrifaðu meginmálið og passaðu að öll aðalatriði komi fram. Mundu að skipta textanum í efnisgreinar. • Semdu lokaorð. • Settu upp heimildaskrá. • Farðu yfir innganginn og athugaðu hvort þú getir bætt hann. • Renndu ritgerðinni þinni í gegnum villupúka eða leitaðu að villum á skrambi.is. • Lestu yfir, leiðréttu villur og vandaðu málfar. • Biddu kennara eða námsfélaga að lesa yfir og leiðrétta ef villur er enn að finna í textanum. • Gerðu forsíðu. • Skoðaðu afraksturinn og vertu stolt/ur! Á forsíðu þarf að koma fram: Nafn kennara og námsgreinar. Titill á ritgerðinni. Nafn þitt, bekkur og ártal. Ritgerðarskólinn Kennari: Grínhildur Grágás Íslenska Ritgerð um ritgerð Penni Blýantsson 7. bekkur 2019 vinnubók bls. 36–37

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=