Orðspor 3

3. KAFLI 49 Hvort er þessari ritgerð ætlað að fræða, svara spurningu eða sannfæra? Inngangur • Kynntu efnið sem þú ætlar að fjalla um. • Mikilvægt er að ná athygli lesenda. • Segðu í stuttu máli frá því sem þú ætlar að fræða lesanda um (fólk, dýr, fyrirbæri, staðir …) að leita svara við (rannsóknarspurning) að sannfæra lesanda um hugmynd sem þú styður með rökum í meginmáli. • Stundum er betra að skrifa innganginn síðast. Meginmál • Hér kemur þú með upplýsingar um efnið. • Gott er að skipta textanum niður í nokkrar efnisgreinar. • Koma aðalatriðum til skila. Nýta heimildir og hugarkort. Lokaorð • Hér dregur þú saman þær upplýsingar sem komið hafa fram. • Þú dregur eigin ályktanir og kemst að niðurstöðu um umfjöllunarefnið. • Eigin skoðanir eiga að koma fram í lokaorðum. (Mér finnst … Að mínu mati …) Heimildaskrá Sue Palmer. 2011. Beinagrindur – Handbók um ritun. Hrefna Birna Björnsdóttir og Sigríður Nanna Heimisdóttir þýddu. Kópavogur, Námsgagnastofnun. Kathy Livingston. 2003. Verkmenntaskólinn á Akureyri, Hvernig á að skrifa góða ritgerð. Guðjón Ólafsson þýddi. http://thor.vma.is/Gryfjan/Ritgerd/ index.html. Sótt 01.10.2016 Námsgagnastofnun. 2012. Viskuveitan. 7. bekkur – Íslandssaga. http://vefir. nams.is/viskuveitan/bekkur-7.html. Sótt. 02.10.2016 Það er algjör skylda að skrá niður hvaðan upplýsingarnar fyrir ritgerðina koma. Svona gæti heimildaskrá fyrir Ritgerð um ritgerð litið út. Ritgerðin í hnotskurn: Að spyrja spurninga – hafa skoðun – rökstyðja sína ályktun/skoðun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=