Orðspor 3

ORÐSPOR 3 48 Ritgerð um ritgerð [inngangur] Ritgerð er texti sem fólk skrifar ýmist til að færa rök fyrir skoðun eða til að fræða lesandann. Gjarnan er vísað í heimildir í textanum sjálfum eða í lok ritgerðarinnar. Hér á eftir verður fjallað um ritgerðarsmíði og góð ráð gefin um skrifin. [Meginmál] Ritgerðarskrif eru stunduð af kappi meðal náms- og fræðimanna. Við fyrstu sýn virðist um flókið fyrirbæri að ræða en svo er alls ekki. Allar ritgerðir byggja á sömu reglum og ef þú lærir þær verður vinnan leikur einn. „Ef þú þræðir nokkur ákveðin þrep, þá kemstu að því að ritgerðin þín skrifar sig næstum því sjálf. Það eina sem þú þarft að gera er að koma fram með hugmyndirnar, sem eru mikilvægasti hluti ritgerðarinnar hvort sem er.“ Fyrsta skrefið er að ákveða hvað þú ætlar að skrifa um. Oft og tíðum er það kennari sem ákveður ritgerðarefni en þó kemur fyrir að valið er í þínum höndum. Mikilvægt er að vita tilgang ritgerðarinnar. Ætlar þú að fræða um ákveðið efni, svara rannsóknarspurningu eða sannfæra lesandann um að eitthvað sé hið eina rétta? Þegar ritgerðarefni og tilgangur liggja fyrir er tilvalið að hefja vinnuna á hugarkorti. Leyfðu huganum að reika, safnaðu saman hugmyndum þínum og skráðu þau aðalatriði sem þurfa að koma fram í ritgerðinni. Lestu þér til um efnið í bókum, tímaritum eða á netinu og sankaðu að þér heimildum. Gott getur reynst að safna heimildum inn í hugarkortið og halda utan um upplýsingarnar á einum stað. Þegar undirbúningi er lokið er komið að sjálfri rituninni. [lokaorð] Það er ljóst að góður undirbúningur og heimildaöflun skipta miklu máli og einfalda skrifin til muna. Mörgum vex ritgerðarvinnan í augum og telja verkefnið óvinnanlegt. Þá skiptir máli að hafa trú á sér, halda sig að verki og nýta sér þessa opnu, góðu ráðin og leiðbeiningarnar. Fátt jafnast á við þá ánægju að glíma við verkefni, gera sitt besta og fyllast stolti þegar því er lokið. [Heimildaskrá]

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=