Orðspor 3

3. KAFLI 47 Lara Croft Árið 1997 kom út tölvuleikurinn Tomb Raider eða Grafarræninginn. Þar var kynnt til sögunnar fornleifafræðingurinn og ævintýrakonan Lara Croft. Lara er fluggáfuð og úrræðagóð. Hún er vel að sér í fornum fræðum og talar fjölmörg tungumál reiprennandi. Auk þess er hún í fantagóðu formi sem kemur sér vel þar sem hún þeytist um heiminn í leit að ómetanlegum fornminjum. Einkennismerki Löru er þykk og mikil hárflétta sem nær henni í mitti. Hún sést sjaldan án bakpoka og verkfærabelti skilur hún aldrei við sig. Fyrsti tölvuleikurinn um Löru, sló í gegn og seldist í milljónum eintaka um allan heim. Eftir það hafa fjölmargir leikir bæst í safnið. Árið 2001 var gerð kvikmynd sem byggði á fyrsta leiknum; Lara Croft: Tomb Raider. Leikkonan Angelina Jolie lék Löru. • Lestu báðar greinarnar. Veldu aðra hvora og lestu hana aftur. • Skráðu hjá þér lykilorð úr textanum. • Lokaðu bókinni og endursegðu greinina með eigin orðum. Nýttu lykilorðin. • Gríptu snjalltæki og taktu upp endursögn þína. • Skoðaðu greinina aftur, hlustaðu á upptökuna og leggðu mat á hvort þú náðir að nefna aðalatriðin. Endursögn Að endursegja er að segja frá einhverju, með eigin orðum, sem maður hefur lesið eða heyrt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=