ORÐSPOR 3 46 Fornleifafræði er ekki bara viðfangsefni í fræðigreinum og fyrirlestrum. Leyndardómsfullar fornleifar og snjallir fornleifafræðingar hafa löngum verið rithöfundum, kvikmyndagerðarfólki og jafnvel tölvuleikjahönnuðum innblástur. Indíana Jones Fjórar kvikmyndir hafa verið gerðar um fornleifafræðinginn geðþekka Henry Walton Jones Jr. Karlinn sá er háskólaprófessor og mikill grúskari. Hann veit ekkert verra en að verðmætar fornminjar lendi í röngum höndum og því kemur ekki á óvart að einn af hans þekktustu frösum er: „Þetta á að vera á safni!“ Indy, eins og hann er oft kallaður, ferðast um allan heim til að bjarga ómetanlegum forngripum, ávallt klæddur leðurjakkanum sínum góða og með hatt sem hann skilur sjaldan við sig. Hann talar mörg tungumál, hefur gríðarmikla þekkingu á fornum menningarheimum og er dauðhræddur við slöngur. Fyrsta kvikmyndin, Ránið á týndu örkinni (e. Raiders of the Lost Ark) var frumsýnd árið 1981. Leikarinn Harrison Ford fór þar í fyrsta skipti með hlutverk sitt sem Indiana Jones. Aðdáendum til mikillar gleði hefur verið ákveðið að gera eina mynd til viðbótar um ævintýri fornleifafræðingsins. Henry Walton Jones, Jr. er kallaður Indiana, eftir hundi sem hann mun hafa átt í æsku. Indy er því eins konar gælunafn út frá gælunafni.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=