Orðspor 3

3. KAFLI 45 Skellið ykkur í upplýsingaöflun á netinu og svarið eftirfarandi spurningum. • Hvaða ár hófst Hólarannsóknin? • Hvaða ár er fyrsta kirkjan byggð á Hólum? • Nefnið þrjá samstarfsaðila sem styrkja fornleifaverkefnið á Hólum? • Hvar funduð þið svörin? Þurftuð þið að skoða margar vefsíður? • Teljið þið að heimildir ykkar séu áreiðanlegar? Heimildir: Hvaðan fékkst þú þessar upplýsingar? Upplýsingar sem fást úr bókum, tímaritum, á netinu eða með því að taka viðtöl við fólk eða sérfræðinga kallast heimildir. Það er ákaflega mikilvægt þegar maður skrifar fræðitexta að taka fram hvaðan upplýsingarnar sem maður notar eru komnar. Þegar þú finnur upplýsingar á netinu er mikilvægt að meta hvort það séu áreiðanlegar heimildir. Ragnheiður Traustadóttir og Hólarannsóknin Ragnheiður Traustadóttir er íslenskur fornleifafræðingur. Hún lærði fornleifafræði í Svíþjóð og hefur síðan unnið við fornleifarannsóknir og uppgröft. Ragnheiður hefur undanfarin ár verið verkefnastjóri í gríðarstóru fornleifarannsóknarverkefni á Hólum í Hjaltadal. Hólar eru merkilegur staður. Þar var helsta höfuðból Norðurlands í margar aldir. Fyrsta prentsmiðja landsins var byggð á Hólum á 16. öld og þar var rekinn skóli þegar fáir slíkir voru til á Íslandi. Einnig sat þar biskup allt til ársins 1801. Fornleifarannsókn Ragnheiðar er ætlað að gefa okkur meiri upplýsingar um þessa sögu. Nú þegar hafa fundist fjölmargir merkir munir, þ.á m. leirker, hnífar, lyklar, leikföng, taflmenn og pípur. Hvaða stóra fjörð má finna nálægt Hólum? Finndu Hóla í Hjaltadal á korti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=