Orðspor 3

ORÐSPOR 3 44 Fróðlegir fornleifafræðingar Howard Carter fæddist árið 1874. Aðeins 17 ára gamall var hann farinn að aðstoða við uppgröft og rannsóknir á grafhýsum í Egyptalandi. Howard Carter og barnunga múmían Fornleifafræðingurinn Howard Carter varð heimsfrægur á einni nóttu eftir að hafa fundið grafhýsi hins egypska faraós Tutankhamun. Þetta gerðist í nóvember árið 1922. Carter hafði þá unnið sleitulaust í mörg ár við uppgröft í Dal konunganna í Egyptalandi án þess að finna nokkuð markvert. Ríki Englendingurinn sem styrkti uppgröft og rannsóknir Carters var búinn að missa þolinmæðina og hótaði að hætta að fjármagna verkefnið. Það var einmitt þá sem Carter og samstarfsmenn grófu niður á inngang að áður óþekktu grafhýsi. Þegar það var opnað var Carter fyrstur til að kíkja inn og í birtunni af kertaljósi sá hann magnaðan fjársjóð. Gröf barnunga konungsins var fundin. Þú getur lesið meira um Tutankhamun í vinnubókinni á bls. 34. Á netinu er hægt að skoða myndir frá árinu 1922 sem teknar voru þegar gröf Tutankhamun var opnuð. • Skoðið myndir og myndbönd. • Hvaða leitarorð slóguð þið inn? • Hvaða leitarorð virkaði best? • Veljið mynd sem ykkur þykir vera áhugaverð. • Er öruggt að þessi mynd sé áreiðanleg? Af hverju? Af hverju ekki? Áreiðanlegur: • sem hægt er að treysta • sannorður Áreiðanleiki: Til að meta áreiðanleika upplýsinga á netinu er mikilvægt að skoða uppruna þeirra. Þegar smellt er á mynd opnast sú vefsíða er hýsir myndina. Er sú vefsíða áreiðanleg heimild? vinnubók bls. 34–35 verkefni 11–14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=