3. KAFLI 43 Galdrapottur Pálmi tók pottinn með sér heim og geymdi á góðum stað. Hann passaði raunar svo vel upp á pottinn að hann leyfði bara bestu vinum sínum að sjá hann. Síðar gaf hann fóstursyni sínum pottinn en áður en hann var gefinn til Þjóðminjasafnsins fór hann um hendur nokkurra eigenda. Það er gaman að geta þess að álfapotturinn er talinn hafa ákveðinn lækningamátt því ef svarf úr pottinum er lagt á brjóst- eða fingurmein er sagt að mönnum batni strax. Um sannleiksgildi þessarar sögu skal ekki fullyrt en þó er vert að geta þess að samkvæmt íslenskum þjóðsögum er alvanalegt að álfar flytjist búferlum á nýársnótt og mörg dæmi eru um að álfar skilji eftir sig hluti í mannheimum, bæði viljandi og óviljandi. Hver og einn verður því að gera það upp við sig hvort þeir trúi því að álfapotturinn hafi sannarlega verið í eigu álfa. www.thjodminjasafn.is
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=